Erlent

Bradley látinn sofa nakinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bradley Manning.
Bradley Manning.
Bradley Manning, ungi hermaðurinn sem sakaður er um að hafa látið forsvarsmenn WikiLeaks hafa trúnaðargögn, þurfti að sofa nakinn í heila sjö tíma á dögunum.

Manning er sakaður um að hafa látið WikiLeaks í té upplýsingar úr sendiráðum Bandaríkjanna víða um heim og hefur mátt dúsa í fangelsi í Washington vegna þessa undanfarna mánuði. Þar þurfti hann að vera í sjö tíma nakinn á dögunum, eftir því sem fram kemur á fréttavef Guardian. Verjandi hans telur að herlög hafi verið brotin með þessari framkomu gagnvart Manning.

Forsvarsmenn herfangelsisins segja hins vegar að þetta hafi aðeins verið tímabundnar aðstæður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×