Erlent

Baðst afsökunar á kynlífssýningu í háskóla

Northwestern háskólinn.
Northwestern háskólinn.
Sálfræðikennarinn, J. Michael Bailey, baðst opinberlega afsökunar í gær á því að hafa staðið fyrir sérkennilegri kennslustund þar sem nemendur gátu fylgst með manni fullnægja konu sinni með mótorknúnu kynlífshjálpartæki.

Kennarinn hafði varað nemendur við í háskólanum Northwest nærri Chicago hvað átti að fara fram í tímanum og var mæting gefin frjáls. Engu að síður mættu allir hundrað nemendur áfangans.

Kúrsinn fjallar um kynlíf mannsins og var kynlífssýningin hluti af námsefninu. Skólastjóri háskólans hafði áður gagnrýnt kennarann fyrir dómgreindarbrest eftir að foreldrar gagnrýndu uppátækið harðlega. Þá fékk málið gríðarlega mikla umfjöllun í Bandaríkjunum.

Í yfirlýsingu skrifaði Bailey að það væri umhugsunarvert að á tímum stríða, efnahagskreppu og loftslagsvandamála, þá hafi þetta mál einokað fjölmiðlaumræðuna í tvo daga. Hann sagði uppátækið í það minnsta ekki hafa skaðað nokkurn mann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×