Fótbolti

Wolfsburg steinlá á móti Bayer Leverkusen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pierre Littbarski var mun kátari fyrir leik en eftir hann.
Pierre Littbarski var mun kátari fyrir leik en eftir hann. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Wolfsburg tapaði 3-0 á útivelli á móti Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en þetta var fjórði leikur liðsins undir stjórn þeirra Pierre Littbarski og Eyjólfs Sverrissonar.

Öll þrjú mörkin hjá Bayer Leverkusen komu í fyrri hálfleiknum. Lars Bender (21.) og Lars Bender (29.) komu Leverkusen í 2-0 og Stefan Kiessling skoraði síðan þriðja markið á lokamínútu fyrri hálfleiksins.

Wolfsburg tapaði tveimur fyrstu leikjunum eftir að Littbarski og Eyjólfur tóku við en hafði unnið 2-1 sigur á botnliði Borussia Mönchengladbach í leiknum á undan.

Eftir þetta tap þá er Wolfsburg í 14. sæti aðeins einu stigi frá fallsæti. Bayer Leverkusen er hinsvegar í 2. sæti tólf stigum á eftir toppliði Borussia Dortmund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×