Erlent

Saudí-Arabía bannar mótmæli í landinu - hóta öryggisveitum

Konungur Saudí-Arabíu.
Konungur Saudí-Arabíu.
Saudí-Arabísk yfirvöld hafa bannað öll mótmæli í landinu sem og kröfugöngur samkvæmt þarlendum fjölmiðlum og Reuters greinir frá. Það var Innanríkisráðherra Saudí-Arabíu sem tilkynnti um bannið eftir að sjíta-múslimar í landinu stóðu fyrir fámennum mótmælum í Austurhéraði landsins.

Innanríkisráðherrann tilkynnti einnig að öryggissveitir myndu mæta mótmælum með öllum mögulegum ráðum en útskýrði það ekki frekar.

Einvaldar í Mið-Austurlöndum eru uggandi vegna mikillar ólgu í heimshlutanum eftir byltinguna í Túnis og Egyptalandi. Þá er gríðarleg ólga í Líbíu eins og greint hefur verið frá.

Íslamskt konungsveldi er í Saudí-Arabíu. Olía fannst í í landinu 1938 og þeim fylgdu gríðarleg auðæfi. Aftur á móti, líkt og með flest arabaríkin, eru þau auðæfi á fárra höndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×