Erlent

Kínverjar vilja hitta son Kim Jong-Il

Kim Jong-Il að spjalla við Kínverja. Myndin er úr safni.
Kim Jong-Il að spjalla við Kínverja. Myndin er úr safni.
Stjórnvöld í Kína hafa boðið Kim jong-un í opinbera heimsókn. Kim Jong-un er sonur Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu og sá sem taka á við völdum þegar faðir hans fellur frá.

Boðið hefur valdið töluverðum óróa í Suður-kóreska þinginu, en mikil spenna er á milli ríkjana eftir að Norður Kóreski herinn réðst til atlögu gegn suður-kóreskum herskipum á síðasta ári.

Upplýsingar um heimboðið bárust Suður-kóreska þinginu í gegnum leyniþjónustu landsins sem telja sig hafa öruggar heimildir fyrir boðinu. Suður-Kóreu menn óttast því að Kínverjar reynist nýjum leiðtoga Norður-Kóreu bandamenn um ókomin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×