Erlent

Stöðvuðu skip með 19 milljarða í líbískri mynt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vegna voðaverka Gaddafis hafa Sameinuðu þjóðirnar samþykkt að frysta eigur Líbíumanna hvarvetna um heiminn. Mynd/ AFP.
Vegna voðaverka Gaddafis hafa Sameinuðu þjóðirnar samþykkt að frysta eigur Líbíumanna hvarvetna um heiminn. Mynd/ AFP.
Bresk yfirvöld stöðvuðu skip sem var að flytja líbíska mynt til Líbíu. Fjármunirnir voru fluttir í reiðufé og nema um 19 milljörðum íslenskra króna. Skipið var í breskri hafnsögu þegar það var tekið.

Skipið sigldi frá Bretlandi og til stóð að það myndi koma til hafnar í Tripoí, höfuðborg Líbíu, núna um helgina. Skipinu var hins vegar snúið aftur til Bretlands vegna óeirðanna sem hafa verið í Líbíu að undanförnu.

Hafnsögubátur tók svo á móti skipinu og beindi því í áttina að Harwich höfn í Essex, þar sem yfirvöld fundu reiðuféð í líbískri mynt.

Líbískir seðlar eru prentaðir í vöruhúsi í norðausturhluta Englands, eftir því sem fram kemur í Daily Mail. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×