Erlent

Nýr forsætisráðherra Egyptalands

Frá mótmælunum í Egyptalandi.
Frá mótmælunum í Egyptalandi.
Egypska herráðið hefur samþykkt afsögn forsætisráðherrans, Ahmed Shafiq og tilnefnt Essam Saharaf sem nýjan forsætisráðherra og falið honum að mynda nýja ríkisstjórn.

Tilkynning um þetta birtist á Facebook síðu hersins í gær. Saharaf var samgönguráðherra árin 2004 til 2005 en hann sagði af sér eftir lestarslys.

Hann snéri sér þá að kennslu í háskólanum í Kairó. Saharaf tók þátt í mótmælunum á Friðartorginu og er vel þokkaður af þjóðinni samkvæmt fréttastöðinni Al Jazeera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×