Erlent

Feministar berbrjósta: Úkraína er ekki hóruhús

Berbrjósta feministar mótmæla útvarpsleik.
Berbrjósta feministar mótmæla útvarpsleik.
Berbrjósta konur mótmæltu í Kænugarði í vikunni gráglettnum leik í Ný-Sjálenskri útvarpsstöð, þar sem hlustendur áttu kost á  að vinna sér eiginkonu í Úkraínu.

Það var útvarpsstöðin Rock FM sem stóð fyrir leiknum; viltu vinna úkraínska eiginkonu. Uppátækið hefur vakið heimsathygli, og þá ekki síst hneykslun. Meðal annars eru úkraínsku feministasamtökin Femin illar yfir uppátækinu, en þær mótmæltu fyrir utan hjónabandsmiðlun sem mun leggja til eiginkonuna.

Konurnar voru berbrjósta með mótmælaskilti, þar sem stóð meðal annars; Úkraína er ekki hóruhús.

Samtökin hafa lengi mótmælt skipulögðum kynlífsferðum til Úkraínu þar sem vestrænir hópar nýta sér kynlífsmarkaði þar í landi.

Forsvarsmenn útvarpsstöðvarinnar segja málið hið skemmtilegasta. Þeir eru komnir með sigurvegara, sem heitir Greg og starfar sem vínframleiðandi. Hann flýgur til Úkraínu í vikunni þar sem hann mun hitta tilvonandi eiginkonu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×