Erlent

Danskir verðir hröktu sjóræningja á flótta

Sjóræningjar.
Sjóræningjar.
Sómalskir sjóræningjar réðust á danska flutningaskipið Brattingsborg á þriðjudaginn þar sem það var á siglingu nærri ströndum Jemen.

Tveir vopnaðir verðir voru um borð í skipinu og tókst þeim að stökkva ræningjunum á flótta.

Samkvæmt Jótlandspóstinum er orðið sífellt algengara að skip vígbúist með vopnuðum vörðum.

Í lok síðasta mánaðar rændu sjóræningjar hinsvegar sjö manna áhöfn af danskri seglskútu, þar af þremur börnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×