Erlent

Kínverjar stórefla herinn

Kínverski herinn.
Kínverski herinn.
Kínverjar tilkynntu í dag að yfirvöld ætli  að stórauka fjármagn til varnarmála í landinu, eða um tæplega 100 milljarða dollara.

Tilkynningin kemur rétt fyrir aðalfund kommúnistaflokksins þar sem venjan er að samþykkja fimm ára áætlun.

Hernaðarleg uppbygging Kínverja veldur nágrannaríkjum talsverðum áhyggjum. Ekki síst Japönum sem deila við Kínverja um eignarhald á eyjum suður af Kína, en talið er að þar sé finna talsvert magn af olíu og gasi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×