Erlent

Bandarískur njósnari reyndist á lífi - Er í Íran

Robert Levinson.
Robert Levinson.
Milliríkjadeila er risin á milli Bandaríkjanna og Írans eftir að í ljós kom að írönsk yfirvöld hafa haft njósnara,  sem vann hjá bandarísku ríkisstjórninni,  í haldi í fjögur ár. Í fyrstu var talið að hann væri látinn.

Hinn sextíu og þriggja ára gamli Robert Levinson hvarf fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hann verið að vinna á eigin vegum á írönsku eyjunni Kish þar sem hann rannsakaði sígarettusmygl. Yfirvöld töldu hann af.

Robert starfaði hjá bandarísku leyniþjónusutunni CIA en hætti störfum árið 1998. Þar sérhæfði hann sig í skipulögðum glæpum. Síðar vann hann sjálfstætt.

Á dögunum kom í ljós að Róbert var alls ekki látinn, eins og bandarísk yfirvöld töldu, heldur reyndist hann vera í höndum írönsku ríkisstjórnarinnar.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, hefur óskað eftir því að hann verði látinn laus af mannúaðarástæðum, en samkvæmt breska ríkisútvarpinu, er útilokað að Bandaríkin beiti sérstökum hernaðaraðgerðum til þess að fá hann lausan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×