Erlent

Hunsuðu vísindamenn vegna eldgoss

Eldos í Eyjafjallajökli.
Eldos í Eyjafjallajökli.
Bresk stjórnvöld hefðu átt að taka meira mark á vísindamönnum áður en eldgosið í Eyjafjallajökli stöðvaði flugsamgöngur í apríl árið 2010. Talið er að það hafi kostað breska ríkið hundruðir milljóna punda að hunsa áhættumat vísindamanna.

Þetta sýnir opinber skýrsla vísinda- og tækninefndar breska þingsins fram á. Í skýrslunni var lélegt áhættumat stjórnvalda harðlega gagnrýnt og stjórnvöld sögð hafa meiri tilhneigingu til að leita sér vísindalegrar ráðgjafar eftir að hamfarir hafa átt sér stað, í stað þessa að leita hennar áður. Nefndin sagði að stjórnvöld hefðu átt að vara flugmálastjórn landsins við miklu fyrr.

Eldgosið í Eyjafjallajökli leiddi til röskunar á flugrekstri, lokunar flugvalla og í kjölfarið komust þúsundir manna ekki leiðar sinnar vegna öskufalls.  Bresk stjórnvöld viðurkenna að hafa ekki gert ráð fyrir öskunni, en sögðu að þau hefðu átt að gera það miðað við sögu eldgosa á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×