Erlent

Gaddafi gerir gagnárás

Muammar Gaddafi.
Muammar Gaddafi.
Hersveitir hliðhollar Moammar Gaddafi notuðu meðal annars orrustuþotur til þess að ná á sitt vald tveim bæjum í austurhluta landsins.

Þeir hertóku einnig olíustöð í grennd við annan bæinn. Þetta er öflugasta gagnárás sem sveitir leiðtogans hafa gert síðan uppreisnin hófst í landinu.

Uppreisnarmenn hafa staðfest að þetta hafi gerst. Vestrænar þjóðir eru komnar á fremsta hlunn með að skerast í leikinn með hervaldi. Það yrði í fyrstu gert með því að setja á flugbann yfir Líbíu til þess að koma í veg fyrir að Gaddafi geti beitt flughernum gegn uppreisnarmönnum, Bretar eru að sögn reiðubúnir að senda orrustuflugsveit til Kýpur til að framfylgja banninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×