Erlent

Kannabismunkar handteknir í Nepal

Skakkur munkur?
Skakkur munkur?
Nepölsk yfirvöld hafa tekið fyrir kannabissölu heilagra manna þar í landi. Fjölmargir munkar hafa verið handteknir vegna málsins.

Gríðarlegur fjöldi gesta kemur árlega á Hindúa-hátíð í Katmandu þar sem heilagir menn, eða Sadhú, fagna guðinum Shivaratri með því að neyta kannabisefna. Heilögu mennirnir hafna heiminum í kringum sig en margir kannast við þá vegna appelsínugulra kyrtla sem einkenna þá.

Alls hefur lögreglan í Nepal handtekið tuttugu munka fyrir að selja kannabis á hátíðinni en lögreglumennirnir eru óeinkennisklæddir við störf sín. Vandamálið er þó að heilögu mennirnir, sem búa oft einangraðir í skógum, hellum eða í klaustrum, telja að Hindúaguðinn Shíva, hafi notið þess að reykja kannabis, því sé efnið í raun guðsgjöf.

Innanríkisráðherra Nepals segir kannabisneysluna hafa varpað skugga á innihald hátíðarinnar. Ráðherrann segist þó ekki amast við smávægilegu magni af efninu, en finnist mikið af því, má sá sami búast við fangelsisvist, þar sem hann getur íhugað sín mál í friði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×