Erlent

Mubarak fluttur til Saudi-Arabíu samkvæmt egypskum fjölmiðlum

Frá mótmælunum í Egyptalandi.
Frá mótmælunum í Egyptalandi.
Egypska dagblaðið Al Akhbar hefur greint frá því að Hosni Mubarak, fyrrverandi leiðtogi Egyptalands, hafi verið fluttur á spítala í borginni Tabuk í Saudi-Arabíu.

Mubarak var settur í farbann á mánudaginn síðasta auk þess sem allar eignir hans voru frystar. Mubarak er orðinn 82 ára gamall og berst við krabbamein, en af þeim ástæðum, var hann fluttur til Saudi-Arabíu, samkvæmt egypska blaðinu.

Samkvæmt fréttastofu Reuters hefur ekki náðst í herstjórnina til þess að fá fréttina staðfesta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×