Erlent

Natascha Kampusch vill bætur fyrir mannrán

Natascha Kampusch
Natascha Kampusch
Natascha Kampusch, sem var rænt árið 1998 í Austurríki, og haldið fanginni í átta ár af kvalara sínum, hefur krafist um 800 milljónir íslenskra króna í skaðabætur, vegna mistaka við rannsókn málsins.

Natöshu var rænt þegar hún var á leiðinni í skólann af Wolfgang Priklopil. Hann kastaði sér fyrir lest þegar stúlkunni tókst að flýja húsið hans árið 2006.

Í ljós kom síðar að slöpp vinnubrögð lögreglunnar, leiddu til þess að ekki var rætt við Wolfgang, stuttu eftir að henni var rænt, þrátt fyrir að vísbendingar hefðu bent til þess að hann ætti einhvern hlut að málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×