Erlent

BP ætlar ekki að borga einstaklingum vegna olíuleka

Borpallurinn í Mexíkóflóa.
Borpallurinn í Mexíkóflóa.
Lögmaður breska olíurisans BP tilkynnti í fjölmiðlum í dag að líklega yrðu fæstar af þeim 130 þúsund kröfum gegn fyrirtækinu, greiddar út, vegna ónógrar sannanna.

Fyrirtækið er ábyrgt fyrir einhverju mesta umhverfisslysi veraldar þegar olía lak hömlulaust úr borpalli fyrirtækisins í Mexíkóflóa á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld hafa í raun sektað fyrirtækið um 20 milljarða dollara, sem það hefur fallist á að greiða.

Svo hafa um 130 þúsund einstaklingar og fyrirtæki krafðist skaðabóta af hálfu fyrirtæksins vegna mengunarinnar, en fá líklega ekki úr þessu. BP hyggst hafna 80 prósent af kröfunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×