Erlent

Kínversk yfirvöld óttast Jasmín-byltinguna

Lögreglumaður bannar myndatökumanni að taka myndir.
Lögreglumaður bannar myndatökumanni að taka myndir.
Kínversk stjórnvöld virðast hafa þungar áhyggjur af byltingaröldunni í Mið-Austurlöndum en þegar er farið að gæta mikils titrings á meðal yfirvalda.

Meðal annars hafa kínversk stjórnvöld lokað á samskiptasíður eins og Twitter þar sem stjórnarandstæðingar hvetja til Jasmín-byltingarinnar eins og hún er kölluð á netinu.

Meðal annars hafa kínversk stjórnvöld handtekið einstaklinga sem þau telja líklegir til þess að ýta undir óróann samkvæmt bandaríska fréttablaðinu, New York Times.

Sendiherra Bandaríkjanna í Kína gagnrýnir stjórnvöld þar í landi einnig harðlega fyrir að handtaka og misþyrma erlendum fréttamönnum sem reyndu að fjalla um mótmælin í Kína síðustu helgi. Mótmælin voru með minnsta móti en fjölmargir fjölmiðla voru á staðnum. Sendiherrann sagði í yfirlýsingu að Kínverjar yrðu að virða réttindi fréttamannanna.

Samkvæmt fréttastöðinni CNN voru myndavélar og minniskort gerð upptæk hjá fréttamönnunum auk þess sem þeim var ýtt og að lokum dregnir í burtu frá mótmælunum í því skyni að koma í veg fyrir að þeir myndu fjalla um þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×