Erlent

Herskip sent á eftir dönsku gíslunum

Sjóræningjarnir í Sómalíu eru þekktir fyrir að vera illskeyttir.
Sjóræningjarnir í Sómalíu eru þekktir fyrir að vera illskeyttir.
Sómalskir sjóræningjar hafa náð sjö Dönum á sitt vald. Þar af þrjú börn á aldrinum 12 til 16 ára. Danir senda herskip áleiðis til skútunnar sem Danirnir sigldu á.

Það var í febrúar sem sómalskir sjóræningjar náðu dönsku skútunni á sitt vald. Um borð eru alls sjö Danir, þrjú börn á aldrinum 12 til 16 ára og fjórir fullorðnir einstaklingar. Danirnir eru frá Kalundborg.

Dönsk yfirvöld tilkynntu í gær að fólkinu hefði verið rænt og hafa sent herskip áleiðis til skútunnar. Breskir sérfræðingar segja að áhöfnin eigi góða möguleika á að því að sleppa lifandi frá sjóræningjunum en markmið þeirra er að fá lausnargjald fyrir gíslana.

Það eru þó ekki allir jafn bjartsýnir en aðeins viku áður en danirnir voru handsamaðir, drápu sómalskir sjóræningjar bandaríska ferðalanga, þegar sérsveitir bandaríska hersins reyndu að frelsa þá.

Sjórán eru afar tíð nærri ströndum Sómalíu en hingað til hafa sjóræningjarnir einbeitt sér að stærri skipum sem eiga leið hjá og látið skútur afskiptar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×