Erlent

Brjóstaís gerður upptækur

Ís. Myndin er úr safni.
Ís. Myndin er úr safni.
Heilbrigðisyfirvöld í London hafa gert ís úr brjóstamjólk upptækan vegna gruns um að rétturinn sé hættulegur heilsu fólks.

Það var á dögunum sem matreiðslumeistari í borginni var í fjölmiðlum vegna þess að hann keypti brjóstamjólk af konum og breytti í ís sem hann seldi á 2500 krónur.

Kokkurinn hafði áður sagt að mæðurnar gengust undir heilsupróf til þess að fyrirbyggja alla mögulega kvilla sem ísnum gætu fylgt.

Heilbrigðisyfirvöld rannsaka málið eftir að hafa fengið kvartanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×