Erlent

Tveggja mínútna þögn á Nýja Sjálandi

Eyðileggingin er gífurleg.
Eyðileggingin er gífurleg.
Tveggja mínútna þögn var á Nýja Sjálandi í morgun vegna jarðskjálftans sem reið yfir borgina Christchurch fyrir sjö dögum síðan.

Skjálftinn mældist 6,3 á richter og lagði borgina í rúst. Þegar hafa 155 látist í jarðskjálftanum en óttast er að sú tala geti hækkað upp í 250. Enn er leitað að eftirlifendum í rústum húsa en enginn hefur fundist á lífi síðan fyrir helgi.

Ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi í síðustu viku og í dag var tilkynnt um sjö daga framlenginu á því. Fyrstu jarðafarirnar hófust í gær en þá var hinn fimm mánaða gamli Baxtor Gowland jarðsunginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×