Erlent

Gaddafi með fjóra blaðamenn í haldi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gaddafi er sagður vera með fjóra blaðamenn í haldi. Mynd/afp.
Gaddafi er sagður vera með fjóra blaðamenn í haldi. Mynd/afp.
Líbísk stjórnvöld hafa tekið fjóra blaðamenn í gíslingu eftir að árásir bandamanna á Líbíu hófust í dag. Blaðamennirnir starfa allir fyrir Al-Jazeera fréttastofuna. Þeir eru frá Bretlandi, Noregi, Túnis og Márítaníu, að því er Al-Jazeera greinir frá. Blaðamennirnir hafa verið í Líbíu undanfarna daga til þess að greina frá ástandinu þar.

Gaddafi leiðtogi Líbíu sagði í kvöld að hann myndi vopna óbreytta borgara til þess að verjast því sem hann kallar krossferðum vestrænna borgara. Á fréttavef Telegraph er greint frá því að Gaddafi hafi kallað eftir stuðning Araba og íslamskra þjóða, Asíu og Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×