Erlent

Cameron segir ekki hægt að sitja aðgerðarlaus

Jón Hákon Halldórsson skrifar
David Cameron fundaði með kanslara Þýskalands og fleiri þjóðarleiðtogum i dag.
David Cameron fundaði með kanslara Þýskalands og fleiri þjóðarleiðtogum i dag.
„Það sem við gerum er nauðsynlegt, löglegt og rétt,“ sagði David Cameron forsætisráðherra Bretlands í sjónvarpsávarpi fyrir utan breska forsætisráðherrabústaðinn í dag.

Þar réttlætti Cameron hernaðaraðgerðir bandamanna í Líbíu. Árásir á skotmörk í Líbíu eru hafnar af fullum þunga. Bandamenn segja að skotmörkin séu hernaðarlega mikilvægir staðir í Líbíu, en stjórnvöld í Líbíu segja að ráðist hafi verið á óbreytta borgara.

Cameron sagði í dag að aðgerðir bandamanna væru nauðsynlegar vegna þess að ekki væri hægt að standa hjá og horfa upp á Gaddafi misþyrma þjóð sinni. Þær væru löglegar vegna þess að þær nytu stuðnings öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og réttar vegna þess að það væri ekki hægt að sitja hjá og gera ekki neitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×