Erlent

Meðvitaður um hættur hernaðaraðgerðanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Obama réttlætti hernaðaraðgerðirnar í dag. Mynd/ afp.
Obama réttlætti hernaðaraðgerðirnar í dag. Mynd/ afp.
„Ég er meðvitaður um hættur hernaðaraðgerða," sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í sjónvarpsávarpi í kvöld. Ég vil að ameríska þjóðin viti að beiting valds er ekki fyrsti kostur í stöðunni," sagði Obama þegar að hann réttlætti loftárásirnar á Líbíu sem hófust í kvöld. Obama sagði að Gaddafi beitti þjóð sína svo mikillli grimmd að ekki væri hægt að standa hjá og horfa á ofbeldið.

Líbísk stjórnvöld fordæma aðgerðirnar og fjölmiðlar þar í landi segja að ráðist hafi verið á óbreytta borgara þar í landi. Gaddafi hótar því að herir hans muni ráðast á óbreytta borgara í ríkjum við Miðjarðarhaf til þess að hefna fyrir árásirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×