Erlent

Frakkar senda flugmóðurskip sitt til Líbíu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frakkar ætla að senda flugmóðuskipið sitt, Charles de Gaulle, til Líbíu. Mynd/ AFP.
Frakkar ætla að senda flugmóðuskipið sitt, Charles de Gaulle, til Líbíu. Mynd/ AFP.
Franskar herþotur skutu fyrstu skotum á líbísk skotmörk í dag. Þá hefur David Cameron, forsætisráðherra Breta, staðfest að breskar herþotur væru tilbúnar til árásar og bandarískir fjölmiðlar segja að hermenn Bandaríkjamanna hafi skotið stýriflaug.

Leiðtogar Vesturlanda hittust í París í dag ásamt leiðtogum Arabaríkjanna til að ræða hvernig ættu að fylgja eftir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um flugbann yfir líbískri lofthelgi. Samkvæmt ályktuninni er bandamönnum heimilt að grípa til allra tiltækjra ráða til þess að stöðva hersveitir Muammars Gaddafi.

Frönsk herþota skaut fyrsta skotinu klukkan koter í fimm að íslenskum tíma og eyðilagði skotmarkið, sem var skriðdreki. Um 20 franskar herþotur voru notaðar í aðgerðunum í dag. Frakkar munu senda flugmóðurskip sitt, Charles De Gaulle, til þátttöku í aðgerðunum. Ítalir hafa þegar sent herþotur á svæðið og Bandaríkjamenn munu taka fullan þátt í aðgerðunum. Þá er búist við því að fleiri vestræn ríki munu taka þátt, eftir því sem fram kemur á BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×