Erlent

Bandamenn ætla að ráðast á Gaddafi

David Cameron, forsætisráðherra Breta, og Nicholas Sarkozy, forseti Frakklands, hittust í París í dag.
David Cameron, forsætisráðherra Breta, og Nicholas Sarkozy, forseti Frakklands, hittust í París í dag.
Loftárásir bandamanna á Líbíu geta hafist á hverri stundu en leiðtogar Evrópu, nokkurra Arabaríkja og utanríkisráðherra Bandaríkjanna ákváðu á fundi í París rétt í þessu að hefja hernaðaraðgerðir.

David Cameron forsætisráðherra Bretlands segir Gaddafi, forseta Líbýu, hafa brotið gegn samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og eigin yfirlýsingu um vopnahlé. Hann haldi áfram að slátra sínu eigin fólki og heimurinn geti ekki staðið hjá aðgerðarlaus.

Frakkar munu stýra hernaðaraðgerðum bandmanna. Danir og Norðmenn ætla að taka þátt í að framfylgja flugbanninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×