Fótbolti

Enginn í Stabæk skilur af hverju Veigar Páll er ekki í landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Veigar Páll Gunnarsson.
Veigar Páll Gunnarsson. Mynd/Vilhelm
Norska blaðið Aftenposten skrifar í dag um þá staðreynd að Veigar Páll Gunnarsson skuli ekki komast í íslenska landsliðið fyrir leikinn á móti Kýpur í undankeppni EM. veigar Páll er ein af stóru stjörnunum í norsku úrvalsdeildinni og hefur spilað mjög vel á undirbúningstímabilinu.

Blaðamaður Aftenposten spurði Veigar Pál sjálfan út í valið. „Þetta er svolítið skrítið þar sem að Eiður Guðjohnsen er ekki í liðinu," sagði Veigar Páll og bætir við:

„Þeir hafa valið tíu leikmenn úr 21 árs landsliðinu fyrir þennan leik og það er augljóst að það eru einhver kynslóðarskipti í gangi. Það pirrar mig svo sem ekkert mikið að vera ekki í liðinu en þetta er samt svolítið skrítið," sagði Veigar Páll.

Liðsfélagi hans Bjarni Ólafur Eiríksson er hinsvegar í landsliðshópi Ólafs Jóhannessonar.

„Ég skil þetta ekki og hef ekki hugmynd af hverju Veigar var ekki valinn. Það eru kynslóðarskipti í gangi en hann er samt mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur," sagðí Bjarni Ólafur.

„Veigar ætti pottþétt að vera í liðinu. Hann er mjög góður leikmaður sem hefur staðið sig vel með Stabæk. Ef hann kemst ekki í byrjunarliðið þá ætti allavega að vera pláss fyrir hann á bekknum," sagði Pontus Farnerud, fyrirliði Stabæk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×