Erlent

Gaddafi tilbúinn til viðræðna um vopnahlé

Nýjustu fréttir frá Trípólí höfuðborg Líbýu herma að Muammar Gaddafi sé tilbúinn til viðræðna við uppreisnarmenn um vopnahlé í landinu.

Það er AFP fréttastöðin sem greindi frá þessu í nótt en þetta er mikill viðsnúningur hjá Moammar Gaddafi leiðtoga landsins sem sagði nokkrum klukkustundum fyrr að hann ætlaði sér að ganga á milli bols og höfuðs á þeim uppreisnarmönnum sem enn hafa borgina Benghazi á sínu valdi.

Ástæðan fyrir sinnaskiptum Gaddafi er augljóslega ákvörðun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að beita flugbanni og hernaðaraðgerðum gegn hersveitum Gaddafi.

CNN greinir frá því að hersveitir Gaddafi hafi nú stöðvað sókn sína í átt að Benghazi og bíði átekta.

Stjórnvöld í Trípólí setja skilyrði fyrir vopnahlésviðræðum og þá helst það að fulltrúar uppreisnarmanna taki þátt í þeim en þeir hafa áður hafnað slíkum viðræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×