Erlent

Mikil gleði í Benghazi eftir að flugbann var samþykkt

Mikil gleði braust út meðal uppreisnarmanna í borginni Benghazi í Líbýu í gærkvöldi eftir að fréttir bárust um að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafði samþykkt að setja flugbann á Líbýu.

Ákvörðun Öryggisráðsins felur í sér að hægt er að grípa til nær hvaða hernaðaraðgerða sem er gegn Líbýu utan beinnar innrásar í landið.

Talið er að hernaðaraðgerðir á vegum breska og franska flughersins muni jafnvel hefjast strax í dag með stuðningi frá Bandaríkjamönnum.

Barack Obama bandaríkjaforseti ræddi við forsætisráðherra Breta og Frakka um aðgerðirnar í gærkvöldi um leið og ákvörðun Öryggisráðsins lá fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×