Erlent

Gríðarlegur fögnuður í Benghazi

Líbía.
Líbía.
Mikill fjöldi er samankominn og fagnar í Benghazi vegna ákvörðunar Sameinuðu þjóðanna þar sem flugbann var samþykkt fyrir stundu. Flugbannið þýðir að Muammar Gaddafi getur ekki beitt herþotum sínum gegn uppreisnarmönnum í Líbíu.

Á sjónvarpsstöð Al Jazeera má sjá mannfjölda sem hefur safnast saman og þar má heyra uppreisnarmenn skjóta upp í loftið. Um milljón manns eru í Benghazi sem er næst stærsta borg landsins.

Muammar Gaddafi sagði í ávarpi fyrr í kvöld að engum uppreisnarmanni yrði hlíft ef hann legði ekki niður vopn. Hann hótaði einnig að herja á skipaumferð á Miðjarðarhafinu yrði flugbanninu fylgt eftir.

Samþykktin þýðir einnig að ráðist verði á hernaðarlega mikilvæg svæði Gaddafis í Líbíu.

Uppreisnin í Líbú hófst stuttu eftir byltinguna í Egyptalandi. Byltingin í Líbíu er þó ólík þeirri í Egyptlandi, þar sem uppreisnarmenn hafa barist við stjórnarherinn af fullri hörku.

Gaddafi hafði hótað því að ráðast inn í borgina í nótt. Geri hann það má hann búast við hernaðarlegri íhlutun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×