Erlent

Flugbann yfir Líbíu samþykkt

Frá Benghazi
Frá Benghazi
Flugbann yfir Líbíu var samþykkt nú fyrir stundu hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það var samþykkt með tíu atkvæðum. Enginn greiddi atkvæði gegn því en fimm sátu hjá.

Utanríkisráðherra Frakklands, Alain Juppe, ávarpaði fundinn og sagði hann alþjóðasamfélagið ekki geta fylgst aðgerðarlaus með átökunum í Líbíu.

Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, hótaði alþjóðasamfélaginu öllu illu skiptu þau sér af innanríkismálum Líbíu, í kvöld. Flugbannið þýðir að Gaddafi mun ekki geta beitt herþotum sínum.

Gaddafi hótaði að ráðast á skipaumferð á Miðjarðarhafinu ef flugbanninu yrði fylgt eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×