Fótbolti

Hughes orðaður við þjálfarastarfið hjá FC Bayern

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mark Hughes.
Mark Hughes.
Leitin að arftaka Louis Van Gaal hjá FC Bayern stendur yfir þessa dagana en félagið gaf út á dögunum að Hollendingurinn myndi hætta með liðið næsta sumar.

Á meðal þeirra sem koma til greina er sagður vera Mark Hughes, stjóri Fulham. Hughes lék með félaginu leiktíðina 1987-88 og myndaði þá gott samband við Uli Höness, forseta Bayern.

Hughes þykir hafa staðið sig vel með Fulham og sú staðreynd að hann er samningslaus í lok leiktíðar er ekki til þess að draga úr sögusögnunum.

Aðrir sem hafa verið orðaðir við starfið eru Jupp Heynckes, þjálfari Bayer Leverkusen, og Matthias Sammer, fyrrum þjálfari Dortmund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×