Erlent

Örvænting breytist í reiði meðal Japana

Mynd úr safni
Örvænting meðal eftirlifandi Japana á þeim svæðum sem harðast hafa orðið úti í náttúruhamförunum þar í landi er nú að breytast í reiði í garð stjórnvalda.

Meir en hálf milljón manns er nú á vergangi eða hefst við í bráðabirgðaskýlum eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna. Verst er ástandið í Fukushima héraði þar sem geislavirkni frá illa löskuðu kjarnorkuveri eykur enn á þjáningar fólks.

Íbúar í Fukushima og víðar eru orðnir reiðir í garð stjórnvalda þar sem þeir hírast við illan kost í bráðabirgðaskýlum, án helstu nauðsynja og vatns. Þá hefur reiðin magnast vegna skorts á upplýsingum frá stjórnvöldum um hina alvarlegu stöðu sem komin er upp.

Yuhei Sato héraðstjóri í Fukushima segir að örvæntingin og reiðin séu komin á suðupunktinn. Ekki séu til bráðabirgðaskýli fyrir alla né hægt að bjóða þeim sem þar dvelja upp á heitar máltíðir.

Nú hefur verið staðfest að yfir 5.000 Japanir fórust í jarðskjálftanum og flóðbylgjunni og hátt í 9.000 manns er enn saknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×