Erlent

Þeir skapstyggu lifa lengur en glaðlyndir

Umfangsmikil bandarísk rannsókn sem hófst árið 1921 og hefur staðið fram á okkar daga hefur leitt í ljós að það borgar sig að vera höstugur, eða skapstyggur, fremur en glaðlyndur ef maður vill lifa lengur.

Samkvæmt rannsókninni er lykillinn að langlífi m.a. sá að vera svoldið skapstyggur, vinna mikið og  fara seint á eftirlaun.

Sem fyrr segir hófst þessi rannsókn árið 1921 og náði þá til um 1.500 barna. Eftirlifandi þátttakendur eru því að komast á 100 ára aldurinn.

Undanfarin 20 ára hafa bandarískir vísindamenn greint niðurstöður rannsóknarinnar og komist að því að glaðlyndari þátttakendurnir lifðu yfirleitt skemur en þeir skapstyggu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×