Erlent

Fundu kókaín á skotpalli NASA

Frá flugtaki á Kennedy Space Center.
Frá flugtaki á Kennedy Space Center.
Yfirvöld bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, rannsaka nú hvernig stendur á því að lítilræði af kókaíni hafi fundist á lokuðu svæði á skotpalli stofnunarinnar í Flórída.

Efnið fannst í dag í Kennedy Space Center, þaðan sem eldflaugum er skotið út fyrir himinhvolfið. Um lítilræði var að ræða, eða 4,2 grömm. Málið þykir hinsvegar alvarlegt vegna þess að þetta er í annað skiptið á einu ári sem NASA finnur kókaín á afmörkuðu svæði í stöðinni.

Efnin fundust í hvítum poka nærri klósetti á svæði þar sem Discovery geimflaugin er undirbúin fyrir flugtak.

Fregnir um kókaínfundinn koma á sama tíma og starfsmaður NASA féll til bana á mánudaginn þegar hann var að vinna undirbúningsvinnu vegna fyrirhugaðs flugtaks Endevour geimskutlunnar, sem stendur til að skjóta út í geiminn þann 19. apríl næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×