Erlent

Sektaður fyrir að kasta hvolpi nágrannans út um bílglugga

Hvolpur. Myndin er úr safni.
Hvolpur. Myndin er úr safni.
26 ára gamall karlmaður var sektaður um 100 dollara, eða rétt rúmar ellefu þúsund krónur, fyrir að kasta hvolpi nágranna síns út um bílgluggann á ferð.

Maðurinn, sem er búsettur í Chicago í Bandaríkjunum, játaði sök skýlaust en gaf engar ástæður upp hversvegna hann kastaði hvolpinum út um gluggann.

Vitni sáu til hans þegar hann kastaði hvolpinum út um gluggann og náðu bílnúmerinu sem varð til þess að maðurinn fannst.

Maðurinn játaði fyrir dómstólum grimmd gegn dýrum. Þá féllst hann á að gangast undir sálfræðimeðferð vegna glæpsins. Hann var ekki á sakaskrá.

Hundurinn, sem heitir Bentley, lifði fallið af og er nú komin í hendur eiganda síns.

Það var New York Post sem greindi frá málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×