Erlent

Tuttugu prósent Breta trúa því að geislasverð séu til

Ný könnun leiðir í ljós að ótrúlega margir trúa því í Bretlandi að geislasverðin úr Star Wars myndunum séu til í raun og veru. Könnunin var framkvæmd til þess að kanna hve óljós mörkin séu orðin á milli raunveruleika og skáldskapar. Spurt var út í ýmis fræg fyrirbæri úr vísindaskáldsögum og koma niðurstöðurnar talsvert á óvart.

Heil 40 prósent þeirra sem þátt tóku eru viss um að flugbrettið fræga í Back to the Future myndunum sé til í raun og veru og helmingur er á því að að hægt sé að hreinsa minni fólks eins og þeir Will Smith og Tommy Lee Jones gerðu í Men in Black.

Fólk var einnig spurt að því hvaða tækni úr vísindaskáldskapnum það myndi vilja sjá verða að veruleika. Karlmenn sögðu flestir tímavélar á meðan konur vilja útrýma öllum sjúkdómum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×