Fótbolti

Nemanja Vidic verður líklega ekki með gegn Marseille

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Nemanja Vidic verður að öllum líkindum ekki með Manchester United í kvöld.
Nemanja Vidic verður að öllum líkindum ekki með Manchester United í kvöld. Nordic Photos/Getty Images
Nemanja Vidic verður að öllum líkindum ekki með Manchester United í kvöld þegar liðið tekur á móti franska liðinu Marseille í síðari leiknum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli í Frakklandi. Serbneski varnarmaðurinn er meiddur á kálfa en góðu fréttirnar úr herbúðum enska liðsins eru þær að Nani verður í leikmannahópnum. Hann meiddist í leiknum gegn Liverpool á dögunum og var búist við því að hann yrði lengur frá en raun bar vitni.

Vidic meiddist í 2-0 sigri Man Utd gegn Arsenal í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar og hann æfði ekki með liðin í gær.

Rio Ferdinand og Jonny Evans verða ekki með Man Utd í kvöld og það gæti farið svo að Sir Alex Ferguson myndi stilla þeim Chris Smalling og Wes Brown í hjarta varnarinnar. Þeir voru saman í vörninn gegn Liverpool á dögunum og virkuðu ekki sannfærandi í 3-1 tapleiknum. Smalling lék hinsvegar vel gegn Marseille í fyrri leiknum en hann er aðeins 21 árs gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×