Erlent

Arabaríki senda herlið til Bahrein

Ríki við Arabaflóann hafa sent herlið til Bahrain og kom það til landsins í morgun. Hermennirnir eru meðal annars frá Saudi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Það var ríkisstjórn Bahrein sem óskaði eftir þessu herliði en fjöldi fólks særðist í átökum milli mótmælenda og lögreglu í landinu um helgina. Um var að ræða alvarlegustu átökin í Bahrein síðan að sjö mótmælendur fórust í miklum mótmælum í síðasta mánuði.

Bandaríkjamenn fylgjast grannt með þróun mála í Bahrein en þar er að finna stærstu flotastöð Bandaríkjaflota í Arabalöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×