Fótbolti

Tzavellas setti þýskt met og skoraði af 73 metra færi

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Gríski leikmaðurinn Georgios Tzavellas hjá Frankfurt átti tilþrif helgarinnar í þýska fótboltanum en hann skoraði af 73 metra færi gegn Schalke. Það dugði ekki til þar sem að Schalke hafði betur 2-1 en markið hjá Tzavellas var frekar skrautlegt eins og sjá má í myndbandinu.

Samkvæmt frétt danska dagblaðsins Ekstrabladet bætti Grikinn met sem Klaus Allofs setti árið 1986 þegar hann skoraði fyrir Köln gegn Bayer Leverkusen af 70 metra færi.

Það virðist fátt ætla að stöðva Borussia Dortmund í átt að þýska meistaratitlinum. Liðið er með 9 stiga forskot á Bayer Leverkusen þrátt fyrir að hafa tapað um helgina gegn Gylfa Sigurðssyni og félögum í Hoffenheim á útivelli 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×