Handbolti

Guðjón Valur: Fórum mörg ár aftur í tímann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson segir að það sé engin ástæða til að fegra hlutina neitt eftir tap Íslands fyrir Þýskalandi í undankeppni EM 2012 í dag.

„Það gekk ekkert upp í dag og það var algjör skandall hvernig við mættum til leiks," sagði Guðjón Valur. „Við vorum með allt niður um okkur og engin ástæða til að reyna að fegra það eitthvað."

„Mér fannst menn vera tilbúnir fyrir þennan leik og undirbúningurinn var svipaður og hann hefur verið áður. Hvort menn höfðu ekki trú á verkefninu skal ég ekki segja en við vorum frá fyrstu mínútu á eftir þeim í vörninni án þess að þeir væru að spila einhvern stórkostlegan handbolta."

„Það voru tekin mörg ár afrur í tímann með frammistöðu liðsins í dag," sagði hann.

„En við erum ekki dottnir úr leik og þó svo að þetta hafi verið ömurlegt í dag þá ætlum við svo sannarlega að reyna að bæta fyrir það í júní."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×