Innlent

Þór óskemmdur eftir flóðbylgjur í nótt

Georg Lárusson
Georg Lárusson
Varðskipið Þór, sem hefur legið við bryggju í bænum Conceptíón í Chile, er óskemmt eftir að þrjár flóðbylgjur gengu yfir svæðið í nótt. Sú hæsta mældist 2,4 metrar á hæð. Óttast var skipið gæti orði fyrir skemmdum og var það því dregið út í flóann sem liggur að bænum.

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, segir í samtali við Fréttastofu að skipið hafi þolað ölduna vel og engar skemmdir hafi orðið á skipinu. Bryggjan sem skipið lá við fór hinsvegar alveg á kaf og segir Georg að ef skipið hefði ekki verið dregið út í flóann hefði það eflaust orðið fyrir töluverðum skemmdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×