Innlent

Íslensku björgunarsveitamennirnir fara ekki til Japans

Íslendingar hafa á að skipa gríðarlega öflugri rústabjörgunarsveit.
Íslendingar hafa á að skipa gríðarlega öflugri rústabjörgunarsveit.
Ljóst er að íslenska alþjóðabjörgunarsveitin kemur ekki til með að fara til Japans að sinna rústaleit vegna jarðskjálftans. Þetta staðfestir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, í samtali við fréttastofu.

Rústabjörgunarsveitin var um tíma á viðbúnaðarstigi í gær, en í því felst að búnaður sveitarinnar er tekinn saman og gerður klár til flutnings á hamfarasvæði.

Í gærkvöld var viðbúnaðarstigið svo lækkað niður á vöktunarstig , og nú hafa aðgerðir verið blásnar af, þar eð Japanir hafa ekki þegið boð íslenskra stjórnvalda um aðstoð sveitarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×