Kobe fór á 90 mínútna skotæfingu strax eftir Miami-leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2011 22:00 Kobe Bryant í leiknum á móti Miami. Mynd/AP Kobe Bryant var allt annað en sáttur með sjálfan sig eftir 94-88 tap Los Angeles Lakers á móti Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann þarna sinn fyrsta sigur í sex leikjum og endaði jafnframt átta leikja sigurgöngu meistarana. Í stað þess að svekkja sig yfir tapinu þá dreif hann sig strax aftur út í sal og fór á einka-skotæfingu á meðan starfsmenn íþróttahússins hreinsuðu til eftir leikinn. Kobe hafði skorað 24 stig í leiknum en hann hitti aðeins úr 8 af 21 skoti og klikkaði meðal annars á sjö skotum í röð. Helmingur stiganna komu í fyrsta leikhlutanum en í seinni hálfleik fann hann ekki körfuna eins og hann er vanur. Lakers hefur nú tapað báðum leikjum sínum á móti Miami í vetur og Kobe hefur aðeins hitt úr 37,8 prósent skota sinna í þeim. Þetta var engin málamynda-æfing. Kobe hafði nýlokið erfiðum leik þar sem hann spilaði í tæpar 40 mínútur en hann eyddi engu að síður um 90 mínútum til viðbótar í salnum. Bryant gaf líka allt í æfinguna, bölvaði misheppnuðum skotum, talaði mikið við sjálfan sig og í lok hennar rann af honum svitinn. Kobe tók öll möguleg skot í bókinni, þriggja stiga skot, teigskot, stökkskot úr hornunum, víti eða öll hugsanleg skot sem standa honum til boða í leikjum. Það hafði engin áhrif á hann að fólk safnaðist saman til að fylgjast með og margir notuðu síma sína til þess að taka upp myndbönd og smella af myndum. „Þetta er bara mín vinna. Maður verður að vinna í sínum leik. Ef þú ert ekki ánægður með eitthvað þá þarftu að reyna að laga það sem fyrst. Það skiptir engu máli hvar þú gerir það heldur bara að þú finnir tímann til þess," sagði Kobe Bryant þegar blaðamenn spurðu hann út í skotæfinguna tveimur og hálfum tíma eftir að leiknum sjálfum lauk. NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur unnu meistarana Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira
Kobe Bryant var allt annað en sáttur með sjálfan sig eftir 94-88 tap Los Angeles Lakers á móti Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann þarna sinn fyrsta sigur í sex leikjum og endaði jafnframt átta leikja sigurgöngu meistarana. Í stað þess að svekkja sig yfir tapinu þá dreif hann sig strax aftur út í sal og fór á einka-skotæfingu á meðan starfsmenn íþróttahússins hreinsuðu til eftir leikinn. Kobe hafði skorað 24 stig í leiknum en hann hitti aðeins úr 8 af 21 skoti og klikkaði meðal annars á sjö skotum í röð. Helmingur stiganna komu í fyrsta leikhlutanum en í seinni hálfleik fann hann ekki körfuna eins og hann er vanur. Lakers hefur nú tapað báðum leikjum sínum á móti Miami í vetur og Kobe hefur aðeins hitt úr 37,8 prósent skota sinna í þeim. Þetta var engin málamynda-æfing. Kobe hafði nýlokið erfiðum leik þar sem hann spilaði í tæpar 40 mínútur en hann eyddi engu að síður um 90 mínútum til viðbótar í salnum. Bryant gaf líka allt í æfinguna, bölvaði misheppnuðum skotum, talaði mikið við sjálfan sig og í lok hennar rann af honum svitinn. Kobe tók öll möguleg skot í bókinni, þriggja stiga skot, teigskot, stökkskot úr hornunum, víti eða öll hugsanleg skot sem standa honum til boða í leikjum. Það hafði engin áhrif á hann að fólk safnaðist saman til að fylgjast með og margir notuðu síma sína til þess að taka upp myndbönd og smella af myndum. „Þetta er bara mín vinna. Maður verður að vinna í sínum leik. Ef þú ert ekki ánægður með eitthvað þá þarftu að reyna að laga það sem fyrst. Það skiptir engu máli hvar þú gerir það heldur bara að þú finnir tímann til þess," sagði Kobe Bryant þegar blaðamenn spurðu hann út í skotæfinguna tveimur og hálfum tíma eftir að leiknum sjálfum lauk.
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur unnu meistarana Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira