Manchester City er ekki í góðum málum í Evrópudeildinni eftir 2-0 tap í fyrri leik sextán liða úrslitanna á móti úkraínska liðinu Dynamo Kiev í Kænugarði í kvöld. Seinni leikurinn fer fram í Manchester eftir viku.
Andrei Shevchenko, fyrrum leikmaður Chelsea, skoraði fyrra markið á 25. mínútu leiksins og Oleg Gusev innsiglaði síðan sigurinn þrettán mínútum fyrir leikslok.
Leikur Manchester City var allt annað en sannfærandi í kvöld og sigur heimamanna var fyllilega sanngjarn. Það bíður því lærisveina Roberto Mancini erfitt verkefni í seinni leiknum.
Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni í kvöld:CSKA Moskva-FC Porto 0-1
0-1 Freddy Guarin (70.)
PSV Eindhoven-Glasgow Rangers 0-0
Bayer Leverkusen-Villarreal 2-3
1-0 Michal Kadlec (33.), 1-1 Giuseppe Rossi (42.). 1-2 Nilmar (70.), 2-2 Gonzalo Castro (72.), 2-3 Nilmar (90.)
Sporting Braga-Liverpool 1-0
1-0 Alan, víti (18.)
Benfica-Paris ST Germain 2-1
0-1 Pegguy Luyindula (14.), 1-1 Maxi Pereira (42.), 2-1 Franco Jara (81.)
Dynamo Kiev-Manchester City 2-0
1-0 Andrei Shevchenko (25.), 2-0 Oleg Gusev (77.)
Twente Enschede-Zenit St. Pétursborg 3-0
1-0 Luuk De Jong (25.), 2-0 Denny Landzaat (56.), 3-0 Luuk De Jong. (90.)
Ajax Amsterdam-FC Spartak Moskva 0-1
0-1 Alex (57.)
Manchester City tapaði 0-2 í Úkraínu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi
Íslenski boltinn




Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls
Körfubolti