Erlent

Sheen vill 12 milljarða frá Warner Bros

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Charlie Sheen hefur stefnt Warner Bros. Mynd/ afp.
Charlie Sheen hefur stefnt Warner Bros. Mynd/ afp.
Charlie Sheen hefur stefnt Warner Bros, fyrrverandi vinnuveitanda sínum og Chuck Lorre, framleiðanda Two and a Half Men. Hann krefst 100 milljóna bandaríkjadala í bætur, en Sheen var rekinn úr þáttunum fyrr í vikunni. Upphæðin nemur tæpum 12 milljörðum króna.

„Chuck Lorre, einn af ríkustu mönnunum í sjónvarpi, sem á hundruð milljóna dala, telur að hann sjálfur sé svo ríkur og öflugur að hann geti upp á sitt einsdæmi ákveðið að hafa peninga af leikurum og framleiðendum hina vinsælu sjónvarpsþátta Two and a Half Men í eigin þágu og gert stjörnu þáttarins að blóraböggli," segir í upphafsorðum stefnunnar sem birt var í dag.

Sheen krefst ekki einungis bóta fyrir sig heldur einnig fyrir samstarfsmenn sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×