Erlent

Menn Gaddafis börðu fréttamenn BBC

Öryggissveitir Gaddafís einræðisherra í Líbíu handtóku fréttateymi frá breska ríkisútvarpinu BBC á mánudaginn var og börðu þá til óbóta. Fréttamennirnir voru að reyna að komast til hinnar stríðshrjáðu borgar Zawiya þegar þeir voru handsamaðir. Þeir voru síðan barðir með hnúum og riffilskeftum og strigapokar settir á höfuð þeirra.

Menn Gaddafís þóttust síðan ætla að taka þá af lífi án þess að gera alvöru úr því. Mönnunum var haldið í 21 klukkutíma áður en þeir voru sendir úr landi. Fréttamennirnir sýndu skilríki sín um leið og þeir voru stöðvaðir en allt kom fyrir ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×