Erlent

Gríðarleg óvissa í Japan - plútóníum í jarðvegi

Forsætisráðherra Japans Naoto Kan segir að ríkisstjórnin sé á hæsta viðbúnaðarstigi vegna ástandsins í Fukushima kjarnorkuverinu. Plútóníum hefur fundist í jarðvegi við verið og mjög geislavirkt vatn lekur einnig frá verinu. Yfirvöld segja að enn sé aðaláherslan lögð á að kæla kjarnakljúfa versins sem skemmdust í jarðskjálftanum á dögunum. Þá er ítrekað að þótt plútóníum, sem er lífshættulegt fólki í smáum skömmtum, hafi fundist í jarðvegi sé það í örlitlum mæli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×