Gjaldeyrishöftin verða áfram um fyrirsjáanlega framtíð 28. mars 2011 12:35 Greining Íslandsbanka telur að mestar líkur séu á því að einhverjar skorður verði settar við fjármagnsflutningum og tilheyrandi gjaldeyrisviðskiptum hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð. Jafnvel þótt meginhluta núverandi hafta verði aflétt í samræmi við áætlunina sem kynnt var fyrir helgi. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að ólíklegt virðist að önnur skref verði stigin til afléttingar gjaldeyrishafta á næstunni en þau sem snúa að því að aflétta þrýstingi vegna aflandskróna. Eru því líkur á að yfirvöld muni nýta sér verulegan hluta þess svigrúms sem skapast við framlengingu lagaheimildar um gjaldeyrishöft til ársloka 2015, eins og efnahags- og viðskiptaráðherra hyggst leggja til við Alþingi. Eftir að þrýstingi vegna aflandskróna hefur verið aflétt er síðara skrefið til afléttingar skiptiútboð þar sem eigendur ríkisskuldabréfa í krónum fá að skipta þeim yfir í ríkisskuldabréf í erlendum gjaldeyri. Verð og gjalddagi síðarnefndu bréfanna ræðst af markaðsaðstæðum. Eigendum aflandskróna í innlendum bönkum verður heimilað að skipta þeim í erlendan gjaldeyri gegn stiglækkandi gjaldi sem í upphafi mun jafngilda muninum á aflandsgengi og innlendu gengi krónu. „Ljóst má vera að þetta seinna skref verður ekki stigið á næstunni, og reyndar teljum við ólíklegt að það verði byrjað á því á þessu ári," segir í Morgunkorninu. „Óvissan um hvenær það komist í gang er fremur á þann veginn að það gæti dregist um einhver misseri í viðbót. Hins vegar er ætlunin að framkvæma þetta skref nokkuð hratt þar sem erfitt verður að hafa stjórn á þeim glufum sem myndast þegar farið verður af stað með það. Hins vegar teljum við mestar líkur á því að einhverjar skorður verði settar við fjármagnsflutningum og tilheyrandi gjaldeyrisviðskiptum hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð, jafnvel þótt meginhluta núverandi hafta verði aflétt í samræmi við framangreinda áætlun." Þá segir að lífeyrissjóðir munu líklega lúta strangari skilyrðum en aðrir fjárfestar um gjaldeyriskaup næstu árin. Það mun því líklega líða á löngu þar til erlendar eignir þeirra verða aftur orðnar sambærilegar við hlutfall þeirra undanfarin ár. Velta má því fyrir sér hvort það er heppilegt að áhættudreifing sjóðanna sé takmörkuð með þessum hætti. Icesave-kosningin hefur samkvæmt áætluninni ekki áhrif á hvenær fyrstu skrefin verða stigin. Hins vegar er það tekið fram að verði niðurstaðan í kosningunum sú að fella samninginn mun það líklega leiða til tafa á seinustu skrefum í fyrri hluta áætlunarinnar og seinka seinni hlutanum. Er það vegna skilyrðisins um að ríkissjóður, og í kjölfarið aðrir innlendir aðilar, geti fjármagnað sig á erlendum mörkuðum. Icesave Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Greining Íslandsbanka telur að mestar líkur séu á því að einhverjar skorður verði settar við fjármagnsflutningum og tilheyrandi gjaldeyrisviðskiptum hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð. Jafnvel þótt meginhluta núverandi hafta verði aflétt í samræmi við áætlunina sem kynnt var fyrir helgi. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að ólíklegt virðist að önnur skref verði stigin til afléttingar gjaldeyrishafta á næstunni en þau sem snúa að því að aflétta þrýstingi vegna aflandskróna. Eru því líkur á að yfirvöld muni nýta sér verulegan hluta þess svigrúms sem skapast við framlengingu lagaheimildar um gjaldeyrishöft til ársloka 2015, eins og efnahags- og viðskiptaráðherra hyggst leggja til við Alþingi. Eftir að þrýstingi vegna aflandskróna hefur verið aflétt er síðara skrefið til afléttingar skiptiútboð þar sem eigendur ríkisskuldabréfa í krónum fá að skipta þeim yfir í ríkisskuldabréf í erlendum gjaldeyri. Verð og gjalddagi síðarnefndu bréfanna ræðst af markaðsaðstæðum. Eigendum aflandskróna í innlendum bönkum verður heimilað að skipta þeim í erlendan gjaldeyri gegn stiglækkandi gjaldi sem í upphafi mun jafngilda muninum á aflandsgengi og innlendu gengi krónu. „Ljóst má vera að þetta seinna skref verður ekki stigið á næstunni, og reyndar teljum við ólíklegt að það verði byrjað á því á þessu ári," segir í Morgunkorninu. „Óvissan um hvenær það komist í gang er fremur á þann veginn að það gæti dregist um einhver misseri í viðbót. Hins vegar er ætlunin að framkvæma þetta skref nokkuð hratt þar sem erfitt verður að hafa stjórn á þeim glufum sem myndast þegar farið verður af stað með það. Hins vegar teljum við mestar líkur á því að einhverjar skorður verði settar við fjármagnsflutningum og tilheyrandi gjaldeyrisviðskiptum hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð, jafnvel þótt meginhluta núverandi hafta verði aflétt í samræmi við framangreinda áætlun." Þá segir að lífeyrissjóðir munu líklega lúta strangari skilyrðum en aðrir fjárfestar um gjaldeyriskaup næstu árin. Það mun því líklega líða á löngu þar til erlendar eignir þeirra verða aftur orðnar sambærilegar við hlutfall þeirra undanfarin ár. Velta má því fyrir sér hvort það er heppilegt að áhættudreifing sjóðanna sé takmörkuð með þessum hætti. Icesave-kosningin hefur samkvæmt áætluninni ekki áhrif á hvenær fyrstu skrefin verða stigin. Hins vegar er það tekið fram að verði niðurstaðan í kosningunum sú að fella samninginn mun það líklega leiða til tafa á seinustu skrefum í fyrri hluta áætlunarinnar og seinka seinni hlutanum. Er það vegna skilyrðisins um að ríkissjóður, og í kjölfarið aðrir innlendir aðilar, geti fjármagnað sig á erlendum mörkuðum.
Icesave Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira