Erlent

Árásir gerðar á fæðingarbæ Gaddafís

Herþotur bandamanna réðust í nótt á borgina Sirte, sem er fæðingarstaður Muammars Gaddafís einræðisherra Líbíu. Skömmu síðar fór sá orðrómur af stað í höfuðvígi uppreisnarmanna í Bengasí að hersveitir þeirra hefðu tekið borgina en uppreisnarmennirnir fara nú hraðbyri vestur í átt að höfuðborginni Trípólí. Sá orðrómur reyndist þó ekki á rökum reistur og hafa menn Gaddafís því enn stjórn á Sirte.

Í gærkvöldi voru loftárásir einnig gerðar á sjálfa höfuðborgina og segja Líbísk stjórnvöld að þar hafi nærri hundrað manns látið lífið frá því árásirnar hófust fyrir viku síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×